Sænsk málfræði

kr. 5.590

Þ

Á síðari árum hafa fjölmargir Íslendingar dvalið í Svíþjóð við nám og störf og um leið hefur áhugi á sænskri tungu aukist. Nemendum með undirstöðu í málinu hefur gefist kostur á að stunda sænskunám í grunn- og framhaldsskólum hér á landi, auk þess sem margir læra sænska tungu í Svíþjóð.

Sænsk málfræði er ætluð þessum nemendum og öðrum þeim sem vinna með tungumálið. Málfræðiatriðin eru sett fram á skipulegan hátt og bókin getur því nýst sem handbók með hvaða kennsluefni sem er. Auk málfræðinnar er að finna í bókinni stílaverkefni og æfingar, og lausnir á hvorutveggja. Bókin gagnast þannig bæði þeim sem læra undir handleiðslu kennara og þeim sem stunda sjálfsnám.

  • Höfundur: Sigrún Helgadóttir Hallbeck

  • Útgáfuár: 2008

  • 120 bls. / ISBN 9789979672333

Category: SKU: SZ-00210

Lýsing

Vörunúmer IÐNÚ: SZ-00210

Additional information

Þyngd 250 kg

Senda fyrirspurn