Síðasta skólatöskukynslóðin

kr. 3.990

Sú kynslóð nemenda sem nú elst upp, lifir og hrærist í breyttum heimi þar sem tæknin er allsráðandi. Því mætti kalla þessa nemendur síðustu skólatöskukynslóðina því þetta er að öllum líkindum síðasta kynslóð nemenda sem þarf að koma með skólatösku í skólann. Í framtíðinni má búast við að mikið af þeim upplýsingum sem nemendur nota verði að finna í snjalltækjum en ekki í áþreifanlegum kennslubókum, vinnublöðum eða greinum af bókasafninu. Kennarar þurfa því að taka þessum breytingum með opnum huga og vera tilbúnir að tileinka sér nýjan hugsunarhátt í kennslu.

  • Höfundar: Zachary Walker, Kara Rosenblatt og Donald McMahon

  • Útgáfuár: 2018

  • 186 bls. / ISBN 9789979674672

Lýsing

Stoðsíða Síðustu skólatöskukynslóðarinnar

Markmið þessarar handbókar er að auðvelda kennurum og nemendum að nýta snjalltækni í kennslu og námi á skipulegan hátt svo kennsla byggist áfram á kennslufræði en ekki tæknifræði. Áhersla er lögð á skynsamlega stefnumótun og verklag til að finna, innleiða og samþætta tæki, smáforrit og veflausnir í skólastofunni. Í bókinni er snjalltæki skilgreint sem hvert það tæki sem nemendur geta flutt með sér og notað við námið hvort sem er í skólastofunni eða utan hennar. Fyrst og fremst er lögð áhersla á aðferðir sem hægt er að beita með spjaldtölvum, fartölvum og símum. Í bókinni má finna ótal lausnir og hugmyndir sem nýtast vel til þessa og má t.d. nefna:


  • Stefnumörkun, leiðbeiningar og einfaldar aðferðir sem mæta ólíkum þörfum nemenda og veita þeim val og færni til að tjá sig svo nám þeirra verði árangursríkt.

  • Ýmiskonar lausnir sem innleiða og tryggja að tæknin verði auðveldlega eðlilegur þáttur í námi.

  • Nýjar og frumlegar leiðir til að nota samfélagsmiðla í skólastofunni.

  • Nýjar leiðir fyrir nemendur og kennara til að deila verkefnum sín á milli.

  • Margskonar verklag til að senda og fá leiðsegjandi endurgjöf á rauntíma svo nemendur geri sér grein fyrir námsframvindunni.

  • Skýr og handhæg skipulagsvinnublöð sem auðvelda tæknivæddar kennslustundir.


„Hugmyndir og aðferðir Zachary Walker hafa vakið mikla athygli fyrir einfaldleika og tengingu við breyttar hugmyndir í kennslufræði og námi nemenda á 21. öldinni. Bókin er vel sett upp og verkefni aðgengileg fyrir kennara. Hér er komið öflugt verkfæri fyrir kennara til að tileinka sér nýja nálgun í námi og námsumhverfi ungs fólks.“ 
Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari VMA
„Síðasta skólatöskukynslóðin er auðlesin, skemmtileg og gagnleg bók fyrir kennara og skólafólk sem vill þróa sig í starfi og fylgjast með nýjustu stefnum og straumum. Í henni eru mörg gagnleg ráð og hugmyndir sem hægt er að nýta í skólastofunni strax á morgun.“
Ingvi Hrannar Ómarsson, Apple og Google EDU frumkvöðull og kennsluráðgjafi við Árskóla
„Í starfi mínu sem kennari og kennsluráðgjafi tel ég nauðsynlegt að kennarar hafi aðgang að efni sem leiðbeinir þeim um notkun tækni í námi og kennslu líkt og bókin gerir. Samkvæmt minni reynslu er námsaðlögun einfaldari með notkun tækni, sérstaklega þegar kemur að nemendum með námsörðugleika. Í bókinni er bent á fjölmargar leiðir sem styðja við slíka aðlögun.“
Helena Sigurðardóttir, kennsluráðgjafi við Kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri
„Síðasta skólatöskukynslóðin er sérlega gagnleg handbók fyrir kennara á öllum skólastigum. Þarna úir og grúir af góðum ráðum fyrir kennara sem vilja hagnýta tæknina. Langflest dæmin eru sáraeinföld í framkvæmd en geta skilað heilmiklu í kennslunni. Ég las þessa bók á rafbókarformi á sínum tíma en hlakka mjög mikið til að fá hana í hendurnar og það á íslensku. IÐNÚ á mikla þökk skilda.“
Guðjón H. Hauksson, varaformaður Félags framhaldsskólakennara og formaður Skólamálanefndar FF
„Þessi bók er eins og fjársjóðskista með óteljandi kennsluhugmyndum, gagnlegum upplýsingum og reynslusögum frá starfandi kennurum. Ég hef nýtt þessar aðferðir við kennslu, bæði í grunnskóla og við Kennaradeild HA.“
Margrét Þóra Einarsdóttir, verkefnastjóri við Kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri
„Það er vandi að innleiða snjalltækni í kennslu. Möguleikarnir eru óþrjótandi – en mörg víti að varast. Í Síðustu skólatöskukynslóðinni miðla Zachary Walker og meðhöfundar hans af mikilli þekkingu og margþættri reynslu. Bókin er sannkallaður lykill að snjalltækninni handa kennurum og kennaraefnum og ætti að duga vel til að „efla snilligáfuna í skólastofunni“ eins og Zachary orðar það í inngangi bókarinnar.“
Dr. Ingvar Sigurgeirsson, prófessor í kennslufræði við Háskóla Íslands og skólaráðgjafi

Vörunúmer IÐNÚ: ZJ-00227

Senda fyrirspurn