Lýsing
Vörunúmer IÐNÚ: ED-00103
Millisamtala: kr. 0
kr. 5.225
Bók þessi er skrifuð fyrir nuddbraut Ármúlaskóla samkvæmt beiðni skólans um námsefni sem hentað getur nemendum er koma til með að vinna á nuddstofum í framtíðinni. Í bókinni er farið í grunnatriði rafmagns- og bylgjufræði auk þess sem minnst er lítilsháttar á rafsegulbylgjur. Að nokkru leyti er minnst á þau atriði sem tengjast tækjum sem notuð eru til meðferðar á nuddstofum auk þess sem í einstaka tilvikum er minnst á læknisfræðileg tæki. Ekki er farið mjög djúpt í eðlisfræði sem tengist tækjunum en dregin fram þau atriði sem geta skýrt notkun þeirra. Lausleg samantekt fylgir hverjum kafla auk verkefna. Bókin getur einnig hentað þeim sem fást við nudd en vilja fræðast svolítið um þá eðlisfræði sem tengjast hinum fjölmörgu tækjum sem eru í notkun á nuddstofum í dag.
Höfundur: Rúnar S. Þorvaldsson
Útgáfuár: 2001
104 bls. / ISBN 9789979670865