Kælitækni 1 og 2 – ný útgáfa

kr. 6.150

Bókin Kælitækni 1 og 2, sem er ætluð til kennslu á framhaldsskólastigi, hefst á stuttri umfjöllun um sögu og þróun kælitækninnar. Í framhaldi af því er fjallað um uppbyggingu kæli- og frystikerfa og þá íhluti sem notast er við og virkni þeirra.

Þá er rætt um áhrif kælimiðla á náttúruna, eins og gróðurhúsaáhrif og ósoneyðingu. Einnig eru kynntir ýmsir kælitæknilegir útreikningar og hvernig nota má orku- og þrýstingslínurit til að ákvarða kæliafköst. Loks er fjallað um þjónustu og viðhald á kæli- og frystikerfum.

Aftast í bókinni má finna fjölmörg verkefni og lausnir.

Höfundurinn, Hlöðver Eggertsson, er vélfræðingur og rafvirkjameistari. Hann hefur undanfarin ár kennt við Véltækniskólann og Fjölbrautaskólann í Breiðholti, auk þess sem hann hefur staðið fyrir námskeiðum í kælitækni hjá Rafmennt.

  • Höfundur: Hlöðver Eggertsson

  • Útgáfuár: 2024

  • 259 bls. / ISBN 9789979675402

Category:

Lýsing

Vörunúmer IÐNÚ: KZ-75402

Senda fyrirspurn