Þessi kennslubók er ætluð nemendum í félagsfræði á framhaldsskólastigi. Hún hentar einnig nemendum á fyrsta ári í háskóla svo og hinum almenna lesanda. Grundvallarhugtök félagsfræðinnar eru skýrð og meginsjónarhorn hennar kynnt. Fjallað er um nokkur mikilvæg viðfangsefni félagsfræðinnar. Námsmarkmið og samantekt fylgja hverjum kafla.
Bókin skiptist í þrjá meginhluta:
I. Félagsfræði sem fræði- og vísindagrein: Mikilvægi hugtaka, félagsfræðilegt innsæi og þróun félagsfræðinnar.
II. Sjónarhorn félagsfræðinnar: Meginsjónarhorn sem kennd ?eru við átök, samskipti og samstöðu (virkni) eru skýrð, ásamt ?sjónarhornum sem kennd eru við póstmódernisma og póst-strúktúralisma.
III. Félagsfræðileg viðfangsefni. Fjögur mikilvæg undirsvið félagsfræðinnar sem fjalla um frávik og afbrot, menntun, fjölmiðla, heilsu og veikindi eru skýrð og greind í ljósi helstu kenninga og sjónarhorna félagsfræðinnar.
Magnús Einarsson hefur BA-gráðu í þjóðfélagsfræði frá HÍ og kennsluréttindi frá sama skóla. Hann lauk MA-prófi í menningarlegri mannfræði frá Wisconsin-háskóla í Madison árið 1992. Í rúma tvo áratugi hefur hann aflað sér víðtækrar kennslureynslu ?á sviði félagsvísinda við ýmsa framhaldsskóla en undanfarin ár kennt við Borgarholtsskóla. Auk þess hefur hann fengist við stundakennslu í heilsufélagsfræði við HÍ
Höfundur: Magnús Einarsson
344 bls. / útgáfa 2011
ISBN 978-9979-67-276-0
- 1. kafli - Félagsfræði hugtök og hugur
- Smelltu á hlekkinn til að skoða ítarefnið:
- 2. kafli - Upplýsingin og ný vísindi
- Smelltu á hlekkinn til að skoða ítarefnið:
- 3. kafli - Upphaf og þróun félagsfræðinnar
- Smelltu á hlekkinn til að skoða ítarefnið:
- 4. kafli - Samstöðusjónarhorn - virknihyggja
- Smelltu á hlekkina til að skoða ítarefnið:
- 5. kafli - Félagsleg átök
- Smelltu á hlekkina til að skoða ítarefnið:
- 6. kafli - Samskipti
- Smelltu á hlekkina til að skoða ítarefnið:
- 7. kafli - Póstmódernismi
- Smelltu á hlekkinn til að skoða ítarefnið:
- 8. kafli - Afbrot
- Smelltu á hlekkina til að skoða ítarefnið:
- 9. kafli - Félagsfræði og menntun
- Smelltu á hlekkinn til að skoða ítarefnið:
- 10. kafli - Félagsfræði og fjölmiðlar
- Smelltu á hlekkinn til að skoða ítarefnið:
- 11. kafli - Félagsfræði heilsu og veikinda fyrri hluti
- Smelltu á hlekkinn til að skoða ítarefnið: