Hér finnur þú öll verkefni fyrir bókina GNIST – ny litteratur på dansk.
GNIST öll verkefni í einu skjali
Ef þig vantar öll verkefnin þarftu aðeins að ýta á „prenta“ á tölvunni þinni.
Vanti þig hins vegar bara eitt eða nokkur verkefni hvetjum við þig til að hlífa umhverfinu og prenta aðeins það sem þú þarft að nota.
Þú getur fundið viðkomandi verkefni í skjalinu með því að nota takkana „ctrl“ og „F“ á lyklaborðinu og skrifa inn nafn höfundar, nafn sögunnar eða hluta úr nafni í leitargluggann sem kemur upp, til þess að finna réttu síðuna.
- Um bókina GNIST
- GNIST er ný kennslubók í dönsku fyrir 1. þrep í framhaldsskólum, en hún á einnig erindi við alla sem hafa áhuga á dönskum bókmenntum og menningu.
Í henni má finna 25 stutta texta, tvær teiknimyndasögur og 23 myndskreytingar.
Höfundar smásagnanna koma frá Danmörku, Íslandi, Grænlandi og Færeyjum en allar sögurnar eru skrifaðar á dönsku. Margir höfundarnir eru löngu búnir að hasla sér völl sem rithöfundar en einnig eru höfundar sem eru að stíga sín fyrst skref.
Smásögurnar fjalla um ýmis málefni sem koma ungu fólki við. Lesa má smásögurnar í þeirri röð sem þær birtast í bókinni eða í hvaða röð sem er, en leitast er við að auðveldustu textarnir séu fremst í bókinni en þeir þyngri aftast.