Heilabilun á mannamáli

kr. 3.950

Heilabilun er gjarnan nefnd „fjölskyldusjúkdómur 21. aldarinnar“. Ástæðan er sú að aldur er helsti áhættuþáttur heilabilunar og hlutfall aldraðra mun aukast hratt á næstu árum og áratugum. Þrátt fyrir áratugalangar rannsóknir hefur engin lækning við heilabilun fundist enn. Því er mikilvægt að samfélagið sé undir það búið að hlúa að stækkandi hópi sjúklinga og aðstandenda þeirra. Til þess þarf að auka þekkingu á þeim sjúkdómum sem heyra undir heilabilun, bæta þjónustu við þennan hóp og fjölga úrræðum.

Bók þessi er hugsuð sem kennslubók fyrir heilbrigðisstéttir, en ekki síður fyrir aðstandendur og áhugafólk.

Hanna Lára Steinsson, félagsráðgjafi MA, MS, hefur um langt árabil starfað að málefnum fólks með heilabilun og aðstandenda þess. Hún er höfundur bókarinnar „Í skugga Alzheimers – Ástvinir segja frá“ og hefur gert rannsókn á heimaþjónustu fyrir fólk með heilabilun og rannsókn á aðstæðum fólks sem greinst hefur með Alzheimerssjúkdóm á aldrinum 45-65 ára. Auk þess hefur hún samið kennsluefni og séð um kennslu starfsfólks í umönnunarstörfum.

  • Höfundur: Hanna Lára Steinsson

  • Útgáfuár: 2018

  • 84 bls. / ISBN 9789979674641

Categories: , SKU: ZJ-00226

Lýsing

„Höfundur bókarinnar skrifar af mikilli þekkingu og hispursleysi um heilabilunarsjúkdóma.  Það sem gerir bókina einstaka er mikil og góð fræðsla til ástvina sem eru oft í miklu umönnunarhlutverki og upplifa sterkan vanmátt í þessu veikindaferli.“

 Jóna Hrönn Bolladóttir, prestur

„Hanna Lára Steinsson skrifar af góðri þekkingu um heilabilun og fjölmargt sem við gerum og gætum gert til að bæta hag og líðan þessa hóps sjúklinga og aðstandenda þeirra. Bókin mun án efa nýtast vel öllum þeim sem láta sig málið varða.“

Ólafur Haukur Símonarson, rithöfundur

„Frábær og mjög upplýsandi bók fyrir okkur aðstandendur og áhugafólk um heilabilun. Þetta fræðirit nýtist okkur sannarlega vel við undirbúning á leikritinu Ég heiti Guðrún.“

Sigrún Waage, leikkona

„Í þessari bók Hönnu Láru er fjallað um erfitt og flókið efni á sérlega greinargóðan og æðrulausan hátt. Fyrir venjulegan lesanda verður allt mjög skýrt og klárt eins og gerist oft hjá höfundum sem náð hafa fullum tökum á mannamáli.“

 Þórarinn Eldjárn, rithöfundur

Umfjöllun um bókina og viðtöl við höfundinn má finna hér:

Morgunútvarp Rásar 2 þann 13. september 2018

Mannlegi þátturinn á Rás 1 þann 13. september 2018

Vörunúmer IÐNÚ: ZJ-00226

Senda fyrirspurn