Lýsing
„Höfundur bókarinnar skrifar af mikilli þekkingu og hispursleysi um heilabilunarsjúkdóma. Það sem gerir bókina einstaka er mikil og góð fræðsla til ástvina sem eru oft í miklu umönnunarhlutverki og upplifa sterkan vanmátt í þessu veikindaferli.“
Jóna Hrönn Bolladóttir, prestur
„Hanna Lára Steinsson skrifar af góðri þekkingu um heilabilun og fjölmargt sem við gerum og gætum gert til að bæta hag og líðan þessa hóps sjúklinga og aðstandenda þeirra. Bókin mun án efa nýtast vel öllum þeim sem láta sig málið varða.“
Ólafur Haukur Símonarson, rithöfundur
„Frábær og mjög upplýsandi bók fyrir okkur aðstandendur og áhugafólk um heilabilun. Þetta fræðirit nýtist okkur sannarlega vel við undirbúning á leikritinu Ég heiti Guðrún.“
Sigrún Waage, leikkona
„Í þessari bók Hönnu Láru er fjallað um erfitt og flókið efni á sérlega greinargóðan og æðrulausan hátt. Fyrir venjulegan lesanda verður allt mjög skýrt og klárt eins og gerist oft hjá höfundum sem náð hafa fullum tökum á mannamáli.“
Þórarinn Eldjárn, rithöfundur
Umfjöllun um bókina og viðtöl við höfundinn má finna hér:
Morgunútvarp Rásar 2 þann 13. september 2018
Mannlegi þátturinn á Rás 1 þann 13. september 2018
Vörunúmer IÐNÚ: ZJ-00226