Hugskot – skamm-, fram- og víðsýni

kr. 4.690

Höfundar: Friðbjörg Ingimarsdóttir menningarfræðingur og Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur
Myndskreytingar: Sirrý Margrét Lárusdóttir

Hugskot er handbók fyrir alla sem vilja taka þátt í baráttunni fyrir betra samfélagi. Umfjöllunarefninu er best lýst með hugtakinu gagnrýninn borgari sem felst í því að kunna skil á mannréttindum, vera læs á samtímann og þora að mótmæla. Markmiðið er að efla kunnáttu og færni lesenda í að skyggnast inn í eigið hugskot, beita gagnrýnni hugsun ásamt því að greina ímyndir, fordóma, texta og skilaboð í samfélaginu.

Efni bókarinnar spannar m.a. baráttuna gegn kynjamisrétti á Íslandi 2015 og eru fjölmörg dæmi tekin úr íslensku samfélagi. Einstakir kaflar bókarinnar fjalla um flokkanir, staðalímyndir, fordóma, jafnrétti, friðarmenningu og borgaravitund. Hverjum kafla fylgir efni til frekari umhugsunar fyrir þá sem vilja nota bókina til kennslu, ásamt orðaskrá og ítarlegum heimildarlista.

Bókin hefur hlotið einróma lof lesenda og gagnrýnenda. Eftirfarandi tilvitnanir eru úr ritdóm Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur framhaldsskólakennara, sem birtist í Tímariti um uppeldi og menntun:

„Ef allur almenningur les þessa bók mun hamingja og farsæld aukast.“

„Það er í raun ekki ein einasta dauð eða leiðinleg blaðsíða í þessari bók, hún er yfirfull af visku, fróðleik, ígrundun og svo fallegri sýn að ekki er annað hægt en að hrífast með.“

Hér má finna ritdóm Hönnu Bjargar í heild sinni.

Fyrir áhugasama þá vísa eftirfarandi tenglar á frekar umfjöllun um bókina:

Borgaravitund er þjóðgildi ársins 2016

Sérlegur dagur borgarans

Hugskot – Facebook síða

  • Höfundar: Friðbjörg Ingimarsdóttir menningarfræðingur og Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur

  • Útgáfuár: 2016

  • 228 bls. / ISBN: 978-9979-67-399-6

Lýsing

Vörunúmer IÐNÚ: HU-00100

Additional information

Þyngd 250 kg

Senda fyrirspurn