Lýsing
Vörunúmer IÐNÚ: 19921.31
Millisamtala: kr. 0
kr. 1.950
Léttbátar eru skyldubúnaður í stærri fiskiskipum. Auk þess að nýtast til ýmissa tilfallandi verkefna í þágu skips og útgerðar geta þeir reynst ómetanleg björgunar- og öryggistæki. En rétt eins og annar búnaður af því tagi koma léttbátar ekki að tilætluðum notum nema í höndum þeirra sem kunna með þá að fara. Því leituðu Siglingastofnun og verkefnisstjórn áætlunar um öryggi sjófarenda til Guðmundar Birkis Agnars, sem hefur langa reynslu af notkun björgunar- og léttabáta, um leiðbeiningar um meðferð og umhirðu léttbáta fiskiskipa og notkun þeirra við leit og björgun. Þær lætur hann í té í þessari bók.
Höfundur: Guðmundur Birkir Agnarsson
Útgefandi: Siglingastofnun
Útgáfuár: 2012
93 bls. / ISBN 9789979979289