Lýsing
Vörunúmer IÐNÚ: RA-01724
Millisamtala: kr. 0
kr. 5.180
Þessi bók er úr kennslubókaröð fyrir rafmagnsfræði 1 og 3 (RAF 103 og RAF 202) í grunndeild rafiðna. Bækurnar eru þýddar úr sænsku en í Svíðþjóð hafa þær verið notaðar um árabil, en einnig hafa bækurnar verið notaðar í grunndeildum í Noregi.
Í kennslubókarröðinni eru tvær kennslubækur í rafmagnsfræði, tvær verkefnabækur með tilraunum, dæmasafn og kaflapróf við alla kafla bókarinnar.
Í verkefnabókunum eru vinnuverkefni sem nemandinn á að leysa sjálfur samhliða undirbúningi undir tíma. Svör við öllum vinnuverkefnum eru aftast í heftunum. Tilraunirnar þarf að leysa með notkun mælitækja og verkfæra í mælingatímum (MÆR 102 og MÆR 202). Í dæmasafninu eru fjölmörg dæmi sem eiga að geta aukið á færni nemandans og dýpkað skilning hans á efninu.
Höfundar: Karl O. Persson, Kjell Staflin og Rune Sundin
Þýðandi: Baldur Gíslason
Útgáfuár: 1991 leiðrétt / 5. prentun 1995
150 bls. / ISBN 9789979806936
Vörunúmer IÐNÚ: RA-01724
Þyngd | 500 kg |
---|