Rennismíði – fyrir grunnnám málmiðna

kr. 5.790

IÐNÚ hefur gefið út nýja og endurskoðaða útgáfu af Rennismíði fyrir grunnám málmiðna eftir Þór Pálsson. Bókin er byggð á kennslubókum Þorsteins Guðlaugssonar, Rennismíði 1 og 2,  sem hafa um langt skeið verið aðalkennsluefni í rennismíði hér á landi.

Bókin fjallar um undirstöðuatriði í rennismíði og er ætluð nemendum fyrir grunndeild málmiðna. Þar er m.a. fjallað um rennibekkinn og einstaka hluta hans, grunnatriði við rennsli, uppsetningu vinnslustykkja, form og gerðir rennistáls, vinnuaðferðir o.fl. en einnig um fræsun og ýmsar gerðir fræsivéla. Auk þess hefur bókin að geyma fjölda ljósmynda.

Bókin kom fyrst út árið 2018 en þessi nýjasta útgáfa hefur verið aukin að efni, um tannhjól og fræsa. Bókinni er nú ætlað að ná utan um kennslu í áföngunum Rennismíði 1 og Rennismíði 2.

Þór Pálson rennismíðameistari, sem endurskoðaði og uppfærði bækurnar, hefur áralanga reynslu af kennslu í greininni, bæði í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og Iðnskólanum í Hafnarfirði.

  • Byggt á kennslubókum Þorsteins Guðlaugssonar, Rennismíði 1 og 2

  • Höfundur: Þór Pálsson endurskoðaði og uppfærði

  • Útgáfuár: 2020

  • 108 bls. / ISBN 9789979674801

Categories: , SKU: RE-00100

Lýsing

Vörunúmer IÐNÚ: RE-00100

Senda fyrirspurn