Siglingafræði

kr. 6.550

Einkunnarorð þessarar bókar um siglingafræði eru: Að sigla er nauðsyn

Fjallað er um grundvallaratriði siglingafræðinnar, sjókort, seguláttavita, gýróáttavita og rafræna áttavita. Auk þess er fjallað um jarðsegulmagn og misvísun, skipsegulmagn og segulskekkju, sjávarföll og straumrastir og orsakir þeirra. Í fyrsta skipti er í íslenskri kennslubók um siglingafræði fjallað um sívirka læsta staðsetningu (Dynamic Positioning – DP).

Áhersla er lögð á skýringamyndir og kynningu á haffræði og hafinu umhverfis Ísland, Norður-Íshafinu og nálægum hafsvæðum. Stutt kynning er á heimshöfunum, stærstu skipaskurðum heims og siglingaleiðum, þar með talin kynning á Norðvestur- og Norðausturleiðinni frá Evrópu til Austurlanda fjær.

Bókin er ætluð til kennslu í skipstjórnarnámi og sem handbók fyrir starfandi skipstjórnarmenn, einnig öllum öðrum til fróðleiks og skemmtunar.

  • Höfundur: Guðjón Ármann Eyjólfsson

  • Útgefandi: Siglingastofnun

  • Útgáfuár: 2014

  • 460 bls. / ISBN 9789979979296

Categories: , SKU: 199Siglingafræði

Lýsing

Vörunúmer IÐNÚ: 199Siglingafræði

Senda fyrirspurn