Lýsing
Vörunúmer IÐNÚ: MA-00105
Millisamtala: kr. 0
kr. 3.300
Meginmarkmið grunnnáms bygginga-og mannvirkjagreina er að veita nemendum innsýn í atvinnugreinina og störf innan hennar. Lögð er áhersla á kennslu undirstöðuatriða í efnisfræði, áhalda- og tækjafræði, teikningum, verktækni og vinnuvernd. Í lok grunnnáms eiga nemendur að vera hæfir til að velja sér sérsvið innan bygginga- og mannvirkjaiðnaðar og hafa fengið faglegan grunn til að byggja áframhaldandi nám á. Lokamarkmið grunnnáms er m.a. að þekkja námsleiðir að loknu grunnnámi í bygginga- og mannvirkjagreinum, geta lesið og skilið einfaldar teikningar, verklýsingar og önnur verkgögn, þekkja helstu efni sem unnið er með í bygginga- og mannvirkjaiðnaði og þekkja og geta notað algengustu áhöld og tæki innan atvinnugreinarinnar.
Höfundur: Menntafélag byggingariðnaðarins
Útgáfuár: 2003
41 bls. / ISBN 9789979671206