Við matreiðum

kr. 4.928

Bókin hefur að geyma fjölbreytt úrval hefðbundinna og nýrra uppskrifta sem hægt er að grípa til bæði hversdags og á hátíðarstundum. Leitast er við að hafa réttina einfalda og fljótlega en jafnframt lögð rík áhersla á næringargildi og hollustu.

Aðferðir við eldamennskuna eru settar fram á skýran og aðgengilegan hátt þannig að bókin nýtist bæði byrjendum í matreiðslu sem og þeim sem lengra eru komnir en vantar nýjar hugmyndir að góðum réttum.

Þá eru í bókinni ýmsar hagnýtar upplýsingar, svo sem leiðbeiningar um mál og vog, um geymslu og merkingar matvæla, næringarefnatöflur, töflur um suðu- og steikingartíma og orðskýringar.

Þetta er endurskoðuð útgáfa bókarinnar, en hún kom fyrst út 1976 og hefur alla tíð notið fádæma vinsælda. Höfundarnir, Anna Gísladóttir og Bryndís Steinþórsdóttir, eru hússtjórnarkennarar með langa reynslu og mikla þekkingu á matargerð.

  • Höfundar: Anna Gísladóttir og Bryndís Steinþórsdóttir

  • Útgáfuár: 2017

  • 336 bls. / ISBN 9789979674467

Ekki til á lager

Categories: , SKU: VI-00117

Lýsing

Vörunúmer IÐNÚ: VI-00117

Umfjöllun um bókina og viðtal við höfundana í Landanum á RÚV, febrúar 2018 – sjá hér.

Senda fyrirspurn